Við verðum að tryggja að ungt fólk geti keypt sér íbúð. Það er ekki sanngjarnt að bara þau sem eru á ofurlaunum – eða eiga ríka foreldra – geti keypt íbúð.
Tryggja þarf meiri uppbyggingu á landsbyggðinni, rétt eins og á höfuðborgarsvæðinu.Við þurfum að byggja meira. Miklu meira. En til þess að það sé hægt, þá þurfum við samhenta ríkisstjórn sem nær verðbólgu og vöxtum niður.
Það þarf vilja til að breyta þessu. Og það þarf að taka ákvarðanir. Það hefur fráfarandi ríkisstjórn ekki gert.
Það er ekkert útlit fyrir að húsnæðismarkaðurinn lagist á næstu árum ef við höldum áfram á sömu braut. Það verður að breyta þessu – og við í Viðreisn ætlum að breyta þessu.
Viðreisn ætlar að
Losa um ríkislóðir þar sem hægt er að byggja 2500-3000 íbúðir.
Framlengja heimild til að nýta séreignarsparnað sem innborgun á húsnæðislán og að fyrstu kaupendur geti ráðstafað honumi við útborgun á fyrstu eign.
Einfalda byggingarreglugerðir í samstarfi við fagfólk.
Stíga skref til að gera leigumarkaðinn að betri valkosti fyrir þá sem það kjósa.