Íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn, jafnt sem fullorðna, stuðlar að aukinni félagsfærni, bætir heils og vellíðan. Það er mikilvægt að börn, óháð efnahag, uppruna, getu og búsetu geti tekið þátt í skapandi félags- og tómstundastarfi. Slíkt getur af sér víðsýna einstaklinga með sterka sjálfsmynd .
Það þarf að styðja sérsambönd til að hlúa að afreksfólki sínu og þjálfa það.
Fyrirmyndir á sviði afreksíþrótta eru ómetanlegar fyrir allt forvarnarstarf og uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsmála. Alþingi hefur samþykkt tillögu Viðreisnar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Fylgja þarf samþykkt tillögunnar eftir og tryggja að afreksíþróttafólki verði búin umgjörð sem sómi er að.