Fólk

Jafnrétti

Frjálslyndi, frelsi og jafnrétti er leiðarstef Viðreisnar á öllum sviðum. Skapa þarf öllum landsmönnum jöfn tækifæri og styðja þau sem ekki geta nýtt tækifærin.

Viðreisn vill tryggja jöfn réttindi fyrir öll, óháð kyni, kynþætti  eða kynvitund, með heildstæðri löggjöf sem byggir á mannréttindum og sjálfræði einstaklingsins. 

 

Við munum standa vörð um rétt kvenna til að stjórna eigin líkama og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. 

 

Við viljum uppræta kynbundinn launamun og jafna stöðu kynja á vinnumarkaði með sérstakri áherslu á bætingu kjara kvennastétta. Við viljum tryggja að jafnréttislöggjöf á vinnumarkaði nái til hinsegin fólks og stuðli að jöfnum tækifærum, óháð kyni, kynhneigð eða kyneinkennum. 

 

Þú getur lesið nánar um stefnuna okkar í jafnréttismálum hér