Það þarf að draga úr miðstýringu í landbúnaði og auka frelsi, bæði neytendum og bændum til hagsbóta. Það þarf að losa um krafta nýsköpunar og auka fjölbreytni í landbúnaði. Það þarf að endurskoða styrkjakerfi landbúnaðarins til að efla hag bænda og gera greinina sjálfbærari.
Bændur eiga að fá frelsi til að vinna og markaðssetja afurðir sínar sjálfir og stuðla að innri samkeppni í greininni. Gera þarf eftirlit innan matvælaframleiðslu skilvirkari í því skyni að styðja við aukna dýravelferð, styðja við frelsi matvælaframleiðenda, styðja við frumkvöðlastarf innan matvælaframleiðslu og nýsköpun ásamt því að sinna lögbundnu eftirliti. Tryggja þarf að upptaka evrópskrar matvælalöggjafar gangi ekki lengra hér en innan ESB.
Lækkun tollahindrana skapar tækifæri fyrir landbúnaðinn.
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.