Löggæsla og öryggi

Eflum löggæslu og tryggjum öryggi

Ein mesta öryggisógn sem okkur stafar af  er skipulögð brotastarfsemi.  

 

Glæpir og morðmál eru tíðari en verið hefur. Fjöldi útkalla þar sem sérsveit hefur þurft að vopnast vegna skotvopna hefur næstum þrefaldast frá árinu 2016 og nánast fjórfaldast vegna hnífa.

Skipulögð brotastarfsemi

Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur að á Íslandi séu nokkur hundruð einstaklingar sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Talið er að á Íslandi starfi 8-12 skipulagðir glæpahópar. Skipulag þessara hópa er mun agaðra en áður hefur þekkst og hættan af þeim mun meiri.  

 

Netöryggi þarf að efla 

Netsvik eru framin þvert á landamæri og mikilvægt að Ísland sé ekki veikur hlekkur í keðjunni. Árásir á fólk, fyrirtæki og stofnanir Íslands hafa aukist mikið.

 

Tryggja þarf öryggi barna 

Gerendur finna í auknum mæli þolendur kynferðisofbeldis í gegnum netið og brjóta jafnvel á börnum á þeim vettvangi. Sérstök áhersla verður lögð á áframhaldandi alþjóðlegt samstarf gegn barnaníði. Setja þarf þessi mál í forgang og styrkja verður getu lögreglu til að rannsaka slíka glæpi.

 

Smáglæpir hafa afleiðingar

Tryggja þarf að lögregla geti sinnt afbrotum eins og innbrot á heimili og líkamsárásir. Slík afbrot eru skilgreind sem smáglæpir en afleiðingar slíkra brota hafa oft mjög alvarleg og langvarandi áhrif á andlega heilsu fólks með alvarlegum afleiðingum.

 

Viðreisn vill tryggja að stefna stjórnvalda sé að koma í veg fyrir afbrot. Til þess forvarnir og til þess samfélagslögreglu og að lögregla hafi burði til að sinna stórum sakamálarannsóknum án þess að það komi niður á öðrum störfum lögreglu.

 

Fangelsi landsins eiga að hafa raunveruleg tækifæri til að betra menn, með kennslu, meðferðarúrræðum þar sem það á við. Við höfum ítrekað vakið athygli á að réttarkerfið hefur verið vanrækt í tíð þessarar ríkisstjórnar. Breytum þessu.
 

Viðreisn ætlar að

  • Styrkja lögreglu svo hún geti unnið gegn skipulögðum glæpahópum.
  • Efla almenna löggæslu og forvarnarstarf með sýnileika löggæslu. 
  • Tryggja netöryggi fyrirtækja og íslenska ríkisins – en síðast en ekki síst barna.
  • Vísa erlendum ríkisborgurum sem brjóta af sér með alvarlegum hætti úr landi.  
  • Gera lögreglu kleift að sinna smærri afbrotum sem hafa áhrif á daglegt líf og öryggistilfinningu fólks.