Á Íslandi er fjölbreytt mannlíf sem standa þarf vörð um. Tryggja skal mannréttindi og virðingu fyrir öllum. Ein af grunnstoðum farsæls þjóðfélags er virðing fyrir mannréttindum. Þau þarf að tryggja og verja innan ramma réttarríks með traustum stofnunum.
Mannréttindi eru órjúfanlegur hluti frjálslyndis og þau ber að efla á öllum sviðum. Mannréttindi eru forsenda framfara og stöðugleika sem virkt lýðræði eitt getur tryggt.
Stjórnarskrá skal tryggja eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum til framtíðar.
Með breytingum á stjórnarskrá skal tryggja jöfnun atkvæðavægis og einnig jafnræði meðal trú- og lífsskoðunarfélaga með fullum aðskilnaði ríkis og kirkju.