Samfélagið

Menning

Ríkt menningarlíf er mikilvægt hverri þjóð. Að auki eru menningarstarfsemi og skapandi greinar að verða sífellt mikilvægari hluti atvinnulífs og verðmætasköpunar. 

 

Það þarf að endurskoða menningartengda sjóði, þ.e. launa-, rannsókna- og verkefnasjóði með það fyrir augum að efla þá enn frekar og tryggja fagleg og gagnsæ vinnubrögð við úthlutun.

 

Frjálsir og óháðir fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðisins. Einkareknir fjölmiðlar og almannaútvarp hafa menningar- og lýðræðislegu hlutverki að gegna. Nauðsynlegt er að huga að samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla og stuðningi hins opinbera, sérstaklega við innlenda dagskrárgerð. Veru RÚV á auglýsingamarkaði þarf að endurskoða með tilliti til stöðu einkarekinna fjölmiðla.

 

Viðreisn telur að erlendir miðlar sem auglýsa á Íslandi, svo sem Facebook og Google, skuli greiða skatta til íslenska ríkisins, til jafns við aðra auglýsingamiðla.

 

Þú getur lesið nánar um stefnu okkar í menningarmálum hér