Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar og er um leið forsenda framþróunar. Nám fer fram alla ævi og því er mikilvægt að byggja brýr milli allra skólastiga og tryggja frelsi einstaklinga til að stunda nám sem hentar hverjum og einum. Í samstarfi við kennara og foreldra þarf að skoða hvernig við undirbúum börnin okkar betur út í samfélagið að grunnnámi loknu.
Það þarf að búa kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi, með áherslu á starfsþróun, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega þarf að huga að því að auka stuðning við kennara vegna nemenda með litla færni í íslensku.
Innan skóla þarf að mæta þörfum nemenda með öflugu teymissamstarfi fagfólks, t.a.m. kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og talmeinafræðinga.
Námslán og skólagjöld taki mið af því að öll hafi jöfn tækifæri til framhalds- og háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Viðreisn vill efla enn frekar styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.