Viðreisn stendur fyrir frjálst og neytendavænt þjóðfélag.
Viðreisn vill auka frelsi og samkeppni á markaði til að bæta vöruúrval, þjónustu og lækka verð neytendum öllum til góða. Tolla á að fella niður og endurskoða landbúnaðarstyrki, neytendum og bændum til góða. Við treystum fólki og viljum aukið frelsi í verslun með áfengi.
Til að tryggja rétt neytenda eiga samkeppnislög að taka til allra atvinnugreina. Halda þarf uppi virku samkeppniseftirliti og öflugri neytendavernd. Ríkið á ekki að starfa á smásölumarkaði eða við vörudreifingu.