Uppbygging alþjóðlegs þekkingariðnaðar og atvinnulífs er leiðin að aukinni hagsæld. Fjölga þarf sterkum stoðum útflutnings og sækja auknar útflutningstekjur í hugviti, nýsköpun og tækni til þess að íslenskt efnahagslíf standi af sér sveiflur fallvaltra stórra atvinnugreina.
Viðreisn vill koma á mælaborði nýsköpunar sem mælir árangur af nýsköpunarstarfi á borð við fjölda starfa, fjárfestingar (erlendar og innlendar) og tekjur. Við veitingu rannsóknarstyrkja skal gæta jafnræðis og stuðla að samkeppni. Styðja á við sprotastarfsemi frá hugmynd til markaðsvöru, með áherslu á sjálfbærni.
Mikilvægt er að nýta krafta nýsköpunar til þess að finna lausnir til að stuðla að aukinni sjálfbærni á öllum sviðum.
Þú getur lesið nánar um stefnu okkar í nýsköpun og þekkingariðnaði hér
Við notum kökur til að geyma og /eða nálgast upplýsingar um tækið þitt til að bæta vefinn okkar og sjá hvernig hann er almennt notaður. Þessar upplýsingar geta líka verið notaðar til að beina til þín kostuðum skilaboðum um Viðreisn á samfélagsmiðum. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka. Undir “vafrakökustefnu" getur þú valið hvers konar kökur þú heimilar okkur að geyma. Athugið sumar kökur, sem eru ekki persónugreinanlegar, eru nauðsynlegar til að vefurinn virki fyrir þig. Þú getur líka hreinsað kökur úr tækinu þínu.