Uppbygging alþjóðlegs þekkingariðnaðar og atvinnulífs er leiðin að aukinni hagsæld. Fjölga þarf sterkum stoðum útflutnings og sækja auknar útflutningstekjur í hugviti, nýsköpun og tækni til þess að íslenskt efnahagslíf standi af sér sveiflur fallvaltra stórra atvinnugreina.
Viðreisn vill koma á mælaborði nýsköpunar sem mælir árangur af nýsköpunarstarfi á borð við fjölda starfa, fjárfestingar (erlendar og innlendar) og tekjur. Við veitingu rannsóknarstyrkja skal gæta jafnræðis og stuðla að samkeppni. Styðja á við sprotastarfsemi frá hugmynd til markaðsvöru, með áherslu á sjálfbærni.
Mikilvægt er að nýta krafta nýsköpunar til þess að finna lausnir til að stuðla að aukinni sjálfbærni á öllum sviðum.