Það er grunnskylda ríkisins að tryggja öryggi fólksins í landinu. Biðlistar í réttarkerfinu eru óboðlegir. Þolendur og samfélagið allt á rétt á því að lögregla, ákæruvald og dómstólar hafi burði til að vinna hraðar úr málum.
Styðja þarf fanga til að hefja nýtt líf að lokinni afplánun, með stuðningi og sjálfseflingu á meðan á afplánun stendur og að henni lokinni. Sérstaklega skal hlúð að ungum brotamönnum. Börn eiga ekki heima á sakaskrá.