Samfélagið

Samgöngur

Við þurfum að fjárfesta í samgöngukerfinu öllu, þ.m.t. höfnum og flugvöllum. Innviðaskuld í samgöngukerfinu hefur byggst upp og tryggja þarf  framkvæmdir eftir að afgreiðslu samgönguáætlunar hefur ítrekað verið frestað. 

 

Nútímavæðing innviða, í þágu samfélags, umhverfis og öryggis þarf að verða forgangsmál nú og í náinni framtíð.  Horfa ber til aðkomu einkaframtaksins í slíkum fjárfestingum og útgáfu grænna skuldabréfa í verkefnum sem stuðla að vistvænum samgöngum.

 

Viðreisn styður beina gjaldtöku af vegamannvirkjum til að kosta framkvæmdir og koma þeim hraðar að veruleika.

Valfrelsi skal vera forsenda gjaldtöku, þannig að það sé valkostur að greiða gjaldið ekki.  Borgarlína og þjóðvegastokkar á höfuðborgarsvæðinu, ásamt aðskilnaði akstursstefna á þjóðvegum við höfuðborgarsvæðið, verði sett í forgang.

 

Þú getur lesið nánar um samgöngustefnu okkar hér