Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar. Við viljum að sanngjarnt verð sé greitt fyrir aðgang að auðlindunum okkar og að samningar um auðlindanýtingu séu tímabundnir. Í stað veiðigjalds verði ákveðinn hluti kvótans settur á markað á hverju ári og boðinn út sem nýtingarsamningur til 20 ára, með því yrði pólitískri óvissu eytt og fyrirsjáanleiki greinarinnar þar með meiri auk þess sem eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni væri staðfest.
Með þessu fyrirkomulagi fæst sanngjarnt markaðsverð sem ræðst hverju sinni af framboði og eftirspurn innan greinarinnar, og umgjörð sjávarútvegs verður skýr, gagnsæ og stöðug til frambúðar. Stöðug pólitísk óvissa er neikvæð fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein.
Viðreisn vill að hluti markaðsgjaldsins renni til sjávarútvegsbyggða til að styrkja innviði á þeim svæðum.