Viðreisn villl styðja við ungt fólk, til að tryggja þeim öruggari framtíð.
Viðreisn vill að ungt fólk geti eignast eigið húsnæði og fengið húsnæðislán á sanngjörnum kjörum, án verðtryggingar.
Við þurfum að tryggja barnvænt og sveigjanlegt samfélag, með sanngjörnu fæðingarorlofi fyrir öll og að börnum sé tryggð dagvistun eftir að fæðingarorlofi sleppir.
Sálfræðiþjónusta á að vera niðurgreidd fyrir ungt fólk, sérstaklega í menntakerfinu, til að draga úr brottfalli í skólum og bæta geðheilsu og lífsgæði nemenda.
Á öllum skólastigum eiga nemendur að fá nauðsynlegan stuðning í skólum.
Viðreisn vill endurvekja traust ungs fólks á stjórnmálum með því að stuðla að meiri gegnsæi í stjórnsýslu og ákvarðanatöku og auka þátttöku ungs fólks í stjórnmálum.