Viðreisn í sveitarstjórnarkosningum 2022
Viðreisn var stofnuð með það að leiðarljósi að auka heiðarleika og gegnsæi í stjórnmálum. Sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með eignir almennings. Berjast fyrir frjálslyndum umbótum og gæta að hagsmunum allra en ekki bara sumra.
Að kjósa er að veita stjórnmálafólki völd til að stýra sveitarfélaginu þínu. Þar þarf fólk sem setur almannahagsmuni í fyrsta sæti og mun vinna fyrir þig. Það er stefna Viðreisnar alltaf, alls staðar.
Með því að ýta á myndirnar hérna fyrir neðan getur þú kynnt þér framboð Viðreisnar til sveitarstjórna og þau framboð sem Viðreisn á formlega aðild að. Auk þeirra er gott Viðreisnarfólk á listum víða um land í óháðum framboðum.