16 nóv Á þjóðin kvótann eða kvótinn þjóðina?
Viðreisn efnir til opins fundar um sjávarútveg, atvinnulíf og stjórnmál á laugardaginn. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar og þingmaður, mun ræða eignarhald útgerðanna á íslensku atvinnulífi og sanngjarnt gjald fyrir auðlindina. Viðreisn hefur frá stofnun flokksins barist fyrir því að stuðst verði við útboð á veiðiheimildum til að tryggja landsmönnum eðlilega hlutdeild af virði sameiginlegra auðlinda. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, mun gefa innsýn í stöðu mála á Alþingi og velta upp spurningunni „Hvað vill Alþingi gera?“.
Fundarstjóri verður Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður atvinnumálanefndar Viðreisnar.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42 og streymt á Facebooksíðu Viðreisnar.
Heitt á könnunni í Ármúla og öll velkomin!