Viðreisn

Skrifstofa Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 verður lokuð frá og með 1. júlí til 7. ágúst. Hægt verður að senda tölvupóst á vidreisn@vidreisn.is en gera má ráð fyrir að fyrirspurnum verði ekki svarað fyrr en í ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna. Gleðilegt sumar og sjáumst hress í haust!...

Velheppnaður aðalfundur Viðreisnar á Akureyri var haldinn fimmtudaginn 29, maí á Múlabergi. Áður en venjuleg aðalfundarstörf hófust var opinn fundur með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, þar sem rædd voru ýmis álistamál sem brenna á Akureyringum, svo sem vegasamgöngur, flugvöllurinn og uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu,...

Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja hefur tekið til starfa sem verkefnastjóri viðburða- og grasrótarstarfs á skrifstofu Viðreisnar. Jóhann er 28 ára Hvergerðingur og hefur verið í Viðreisn frá stofnun flokksins. Hann hefur tekið að sér ýmis verkefni fyrir flokkinn, meðal annars var hann kosningastjóri í Suðurkjördæmi fyrir...

Föstudaginn 29. maí var stofnfundur Viðreisnar í Múlaþingi haldinn í Alþýðuháskólanum á Eiðum. Á fundinn mættu þingmennirnir Eiríkur Björn Björgvinsson og Grímur Grímsson sem og sitjandi varaþingmaður kjördæmisins, Heiða Ingimarsdóttir. Kosið var í stjórn og í henni sitja Heiða Ingimarsdóttir formaður, Páll Baldursson og Arngrímur Viðar Ásgeirsson....

Þann 27. maí sl. var haldinn aðalfundur Viðreisnar í Reykjanesbæ. Fundurinn var fjölsóttur og greinilegt er að hugur er í fólki og áhugi á málefnum samfélagsins mikill. Á fundinum voru breytingar gerðar á samþykktum og nafni félagsins breytt í Viðreisn á Suðurnesjum. Arnar Páll Guðmundsson var...

Viðreisnarfólk fjölmennti á góðan fund í gærkvöldi til að ræða um áhrif smærri ríkja í Evrópusambandinu. Við fengum til okkar góða gesti úr hópi Evrópuþingmanna í flokkahópnum Renew Europe. Þau Valérie Hayer, leiðtogi Renew Europe og Evrópuþingmaður fyrir Renaissance, Frakklandi; Urmas Paet, sérstakur erindreki Evrópuþingsins...

Á aðalfundi Norðausturráðs Viðreisnar sem haldin var í gær, mánudaginn 27. janúar, var Lovísa Oktavía Eyvindsdóttir kjörinn formaður og tekur hún við af Heiðu Ingimarsdóttur. Með henni í stjórn voru kjörin: Halla María Sveinbjörnsdóttir, Páll Baldursson, Rut Jónsdóttir og Urður Arna Ómarsdóttir. Varamenn voru kjörnir Arngrímur...

Þingflokkur Viðreisnar hefur gengið frá ráðningu þriggja nýrra starfsmanna og eru þeir þar með orðnir fjórir talsins. Það eru þau Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks, Sigurjón Njarðarson, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Pétur Björgvin Sveinsson. Guðmundur Gunnarsson hefur starfað fyrir þingflokkinn frá júní 2024. Áður starfaði hann...

Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var kynnt í dag. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna þriggja og ráðherraskipan Viðreisnar var kynnt í morgun og samþykkt, fyrst af þingflokki Viðreisnar og svo á fundi ráðgjafaráðs í Hörpu. Formenn stjórnarflokkanna kynntu svo stjórnarsáttmálann á blaðamannafundi í Hafnarborg í Hafnarfirði áður en...