Viðreisn

Léttum róðurinn Eftir átta ár af glötuðum tækifærum Haustþing Viðreisnar, 28. september 2024 Erindi núverandi ríkisstjórnar er löngu lokið. Sundruð ríkisstjórn hefur leitt til erfiðrar stöðu í íslensku samfélagi. Efnahagsleg óstjórn hefur leitt til viðvarandi verðbólgu og gríðarhárra vaxta. Staða ungs fólks og þeirra sem nýlega hafa keypt...

Trillan (krónan) og stórskipið (evran) Íslenska krónan hefur um árabil verið skaðvaldur fyrir heimili, atvinnulíf og opinbera aðila vegna mikils vaxtakostnaðar, gengissveiflna og áhættu, sem að stórum hluta má rekja til smæðar krónunnar. Hún er eins og trilla á úthafi, sem hoppar og skoppar við hverja...

Krónan, íslenski gjaldmiðillinn er einn hættulegasti og dýrasti gjaldmiðill Vesturlanda og hefur valdið okkur umtalsverðum skaða og gerir enn, fyrir einstaklinga atvinnulífið og þjóðina alla, umfram það sem væri með evru. Upptaka evrunnar væri því gríðarlegur ávinningur fyrir íslenskt samfélag. Krónan veldur mikilli áhættu hér...

Í umræðum um gjaldmiðlamál og stöðu efnahagsmála á Íslandi er það oftast rök þeirra sem vilja halda í krónuna að fullyrða að hún bjargi okkur úr efnahagslægðum og áföllum. Þessi rök eru notuð til að blekkja almenning, en það er mikilvægt að skoða hvaða raunverulegan...

Sameiginleg fréttatilkynning frá stjórnarandstöðuflokkum á Alþingi – Samfylkingu, Flokki fólksins, Pírötum, Viðreisn og Miðflokki → Ríkisstjórnin fellst á breytingar stjórnarandstöðunnar á örorkufrumvarpi → Frumvörpum um slit ÍL-sjóðs og lagareldi frestað → Stjórnarflokkar náðu ekki saman um vindorku og raforkulög * * * Þinglokasamningar náðust á fundi formanna allra stjórnmálaflokka á...

Guðmundur Gunnarsson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Guðmundur er fæddur 23. september 1976 á Ísafirði. Hann er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Guðmundur hefur undanfarið starfað sjálfstætt sem ráðgjafi en var áður bæjarstjóri...

Áfram Árborg, bæjarmálasamtök Viðreisnar, Pírata og óháðra hefur ákveðið að ganga til meirihlutasamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í Árborg, til þess að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og velferð íbúa sveitarfélagsins. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru í...