Aðalfundur sveitarstjórnarráðs Viðreisnar

Hvenær

13/03    
20:00 - 21:00

Hvar

Viðreisn
Suðurlandsbraut 22, 5. hæð Gengið inn að aftan, Reykjavík, 108
Boðað er til aðalfundar sveitarstjórnarráðs Viðreisnar miðvikudaginn 13. mars 2024, kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn að Suðurlandsbraut 22, 5. hæð og á zoom. Hlekkur hefur verið sendur í tölvupósti til félaga í sveitarstjórnarráði.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Kosning formanns.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn.
4. Önnur málefni
Hægt er að bjóða sig fram til formanns og til stjórnar á fundinum sjálfum en áhugasamir eru beðnir um að tilkynna um framboð á netfangið vidreisn@vidreisn.is, eigi síðar en þriðjudaginn 12. mars.
Sveitarstjórnarráð er samstarfsvettvangur fulltrúa Viðreisnar í sveitastjórnum og er Viðreisn til ráðuneytis um sveitarstjórnarmál og fjallar um sameiginlega stefnumótun í málefnum sveitarfélaga í samræmi við stefnu Viðreisnar.
Sveitarstjórnarráð er skipað öllum aðal- og varafulltrúum í sveitarstjórnum auk þeirra sem eiga sæti í nefndum sveitastjórna og eru flokksbundin í Viðreisn og framkvæmdastjóra flokksins.
Sveitarstjórnarráð kýs sér stjórn á 2ja ára fresti, mótar starfsreglur og skipuleggur störf sín.
Síðasti aðalfundur sveitarstjórnarráðs var í júní 2022.
Stjórn Sveitarstjórnarráðs Viðreisnar