30 mar Aðalfundur Viðreisnar í Hafnarfirði
Aðalfundur Viðreisnar í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 30. mars nk. kl 17.00 á skrifstofu Viðreisnar Ármúla 42, Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar er:
- Skýrsla stjórnar
- Ráðsmenn fara yfir helstu áherslur framundan
- Reikningar lagðir fram, staðfestir af skoðunarmönnum
- Umræður og afgreiðsla ályktana – samþykktir félagsins
- Kosning formanns
- Kosning fjögurra stjórnarmanna
- Kosning tveggja manna varastjórnar
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Önnur mál
- Árgjöld 2023
Framboð til stjórnar og formanns Viðreisnar í Hafnarfirði verða að hafa borist minnst 7 dögum fyrir aðalfund eða 23. mars 2023 með netpósti á netfangið hafnarfjordur@vidreisn.is
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á fundinum.
Stjórn Viðreisnar í Hafnarfirði