22 apr Aðalfundur Viðreisnar í Reykjavík
Boðað er til aðalfundar Reykjavíkurráðs Viðreisnar þann 22.apríl klukkan 20:00 á skrifstofu Viðreisnar í Suðurlandsbraut. Dagskrá fundarins verður samkvæmt nýjum samþykktum Viðreisnar fyrir aðildarfélög og kjördæmaráð.
Dagskrá:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar, staðfestir af skoðunarmönnum, lagðir fram til samþykktar
- Kosning formanns
- Kosning stjórnar
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Ákvörðun félagsgjalda
- Önnur mál
Allir sem vilja gefa kost á sér til stjórnar þurfa að senda tölvupóst, ekki síðar en 15.apríl, á netfangið reykjavik@vidreisn.is.
Á fundinum verða kynnar nýjar samþykktir Viðreisnar fyrir aðildarfélög og kjördæmaráð auk þess sem við munum leggja fram nánari starfsreglur fyrir félagið.