01 feb Atvinnumálanefnd: Að stofna fyrirtæki á Íslandi
Thomas Möller mun halda spennandi framsögu um hindranir og tækifæri við að stofna fyrirtæki á Íslandi. Fundurinn verður á zoom og geta félagsmenn fundið hlekk í viðburði inn á umræðuvettvangi Viðreisnarfélaga á Facebook. Áhugasamir félagsmenn sem eru ekki á Facebook geta haft samband við skrifstofuna á vidreisn@vidreisn.is og fengið hlekkinn sendan.