Eru loftslagsmál sveitarstjórnarmál?

When

28/11    
11:00 - 12:00

Event Type

Fundinum verður streymt á facebook síðum svæðafélaganna í Garðabæ, Mosfellsbæ, Hafnarfirði og Kópavogi 
Sveitarfélögin geta spilað mikilvægt hlutverk í aðgerðum gagnvart loftslagsvánni og hafa samkvæmt lögum skyldum að gegn í þeim efnum. Á sameiginlegum fundi Viðreisnarfélaganna í Garðabæ Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði sem verður streymt á Facebook síðum félaganna munu þessi efni verða rædd.
Eyþór Eðvarðsson baráttumaður í loftslagsmálum opnar umræðuna um þær miklu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna hlýnunar jarðarinnar. Tími er kominn á stórar aðgerðir og forgangsröðun í þágu allra komandi kynslóða. Verkefnið er okkar allra og sérstaklega stjórnmálanna og markmiðið er skýrt; það verður að stöðva hlýnunina. Við Þurfum að snúa bökum saman, bretta upp ermar og láta verkin tala.
Þórunn Wolfram Pétursdóttir PhD í umhverfisfræðum mun fjalla um erindi sveitarfélaga í loftslagsmálum, hvaða lagakröfur liggja á sveitarfélögunum og til hvaða aðgerða sveitarfélögin geta gripið til í þessu sameiginlegu verkefni allra.
Ólafur G. Skúlason formaður Viðreisnar í Garðabæ mun stýra fundinum og að loknum erindum munu framsögumenn ásamt bæjarfulltrúum Viðreisnar í sveitarfélögunum þremur sitja fyrir svörum hvers annars ásamt því að taka við spurningum áhorfenda.
Bæjarfulltrúar Viðreisnar í sveitarfélögunum eru Lovísa Jónsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Einar Þorvarðarson, Sara Dögg Svanhildardóttir og Jón Ingi Hákonarson