Laugardagskaffi: Eru inngrip ríkis á raforkumarkað eðlileg?

Laugardagskaffi: Eru inngrip ríkis á raforkumarkað eðlileg?

Hvenær

23/03    
11:00 - 12:30

Hvar

Viðreisn
Suðurlandsbraut 22, 5. hæð Gengið inn að aftan, Reykjavík, 108

Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og varaformaður Viðreisnar ætlar að vera með okkur í laugardagskaffinu að þessu sinni að ræða inngrip ríkis á raforkumarkað. Töluvert hefur verið rætt um orkuskort og hvort nauðsynlegt sé að ríkið grípi inn í raforkumarkað til þess að tryggja aðgang almennra notenda að raforku. Daði mun ræða eiginleika raforkumarkaða, mikilvægi þeirra fyrir framtíðarþróun rafokurkerfisins og um afleiðingar inngripa ríkisins á raforkumarkað.

Með góðu spjalli verður að sjálfsögðu kaffi og smá morgunmatur og skemmtilegur hittingur.

Hlökkum til að sjá ykkur.