Neyðin á Gaza: Staða, horfur og áhrif Íslands

Neyðin á Gaza: Staða, horfur og áhrif Íslands

Hvenær

09/04    
20:00 - 21:30

Hvar

Viðreisn
Suðurlandsbraut 22, 5. hæð Gengið inn að aftan, Reykjavík, 108

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kemur til okkar þriðjudaginn 9. apríl kl. 20.00 til að ræða neyðina á Gaza eins og hún horfir við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Hún mun gefa okkur innsýn inn í lógistíkina og áskoranirnar sem Sameinuðu þjóðirnar og aðrir viðbragðsaðilar standa frammi fyrir til að bregðast við þeirri fordæmalausu neyð sem ríkir á Gaza. Hvað tekur svo við þegar sprengjurnar þagna? Hver eru áhrif stríðsins á heimshlutann og síðast en ekki síst, hvaða áhrif hefur og gæti Ísland haft með sinni utanríkisstefnu? Fundarstjóri verður Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.