03 mar Oddvitaumræður fyrir prófkjör
Birt 03 mar 2022
í
Þórdís Jóna Sigurðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem sækjast eftir að leiða lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar munu mætast í oddvitaumræðum i Ármúla 42, þar sem þær sitja fyrir svörum um málefni Reykjavíkurborgar. Viðburðinum verður streymt á facebooksíðum Viðreisnar og Viðreisnar í Reykjavík. Þar verður einnig hægt að bera fram spurningar fyrir frambjóðendur.