13 nóv Sameining sveitarfélaga
Viðreisn Árnessýslu býður til opins fundar miðvikudaginn 13. nóvember um sameiningarmál sveitarfélaga þar sem Róbert Ragnarsson flytur erindi og ræðir við fundarmenn um sameiningarmál sveitarfélaga.
Róbert er reynslumikill stjórnandi og sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum sem fyrrum bæjarstjóri í Vogum og Grindavík og verkefnastjóri í sveitarstjórnarráðuneyti. Róbert rekur ráðgjafarfyrirtækið RR ráðgjöf sem vinnur að sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi sem samþykkt var í íbúakosningu fyrir skömmu og verkefnastýrir sameiningu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum. Þá var Róbert verkefnisstjóri við sameiningu sveitarfélaganna sem nú er Suðurnesjabær.
Fundurinn verður haldinn í Tryggvaskála, Selfossi og hefst hann kl. 20:00. Allir velkomnir, heitt á könnunni.
Fundinum verður streymt á Facebooksíðu Viðreisnar.