12 mar Sofandi samfélag. Hvernig tökumst við á við fíknivandann?
Um hundrað einstaklingar láta lífið árlega vegna áfengis- og vímuefnavanda. Enn stærri hópur glímir við fíkn á hverjum degi. Á bak við þetta fólk eru svo ástvinir sem syrgja og fjölskyldur í uppnámi. Það er engin stefna í málaflokknum sem hægt er að starfa eftir og vegna fjárskorts eru sjúkrarúm auð á sama tíma og biðlistar lengjast og örvænting magnast um að komast að í meðferð.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar stýrir fundi um fíknivandann með Valgerði Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra SÁÁ og Tolla Morthens myndlistarmanni.
Verið velkomin.