Stafræn framtíð sveitarfélaga

Stafræn framtíð sveitarfélaga

Dag.-/Tímasetning
Dagsetning/ar - 04/12
12:00 - 13:00

Flokkur No Categories


Hvað eru sveitarfélög komin langt í að veita stafræna þjónustu? Hvað er hægt að gera betur? Sveitarstjórnarráð Viðreisnar býður til opins fundar í streymi á facebook-síðu Viðreisnar.
Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi Stafræns Íslands mun halda erindi um rafræna þjónustu hins opinbera. Auk hans munu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Garðabæjarlistans sitja fyrir svörum og spjalla um starfrænar umbreytingar sveitarfélaga og þá möguleika sem eru fyrir hendi. Tekið verður við spurningum í þræði við útsendinguna. Lovísa Jónsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs mun stjórna umræðum.