Þorgerður, Daði Már og Sigmar í föstudagsþætti

When

27/08    
12:00 - 12:45

Event Type

Línurnar á landsþingi – Gefum framtíðinni tækifæri

Föstudagsþáttur okkar verður að þessu sinni helgaður landsþingi Viðreisnar, sem haldið verður rafrænt um helgina, með yfirskriftinni „Gefum framtíðinni tækifæri“.
Gestir í setti, fyrri hluta þáttar, eru formaður og varaformaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Daði Már Kristófersson.
Í síðari hluta þáttar koma í settið þau Jenný Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, og Friðrik Sigurðsson, þingstjóri landsþings, og ræða undirbúninginn og áskoranirnar sem fylgja því að halda landsþing á þessum krefjandi tímum.
Um hvað verður rætt á landsþinginu? Hvernig er að halda landsþing við þessar aðstæður? Verða einhverjar átakalínur? Hvernig hefur undurbúningurinn gengið? Er von á miklum breytingum?
Svörin við þessu og fleiri spurningum verða hér í þættinum.
Stjórnandi þáttarins þennan föstudag er Sigmar Guðmundsson, frambjóðandi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Þátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Facebooksíðu Viðreisnar föstudaginn 27. ágúst kl. 12:00 – 12:45 en hægt verður að horfa á útsendinguna á facebook.com/vidreisn hvenær sem er eftir að útsendingu lýkur.