Um hvað verður kosið í Norðausturkjördæmi? Tækifæri til sóknar

When

20/08    
12:00 - 12:45
Eiríkur Björn Björgvinsson, oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi mun stýra næsta Föstudagsþætti Viðreisnar. Að þessu sinni er yfirskriftin “Um hvað verður kosið í Norðausturkjördæmi” – “Tækifæri til sóknar”. Eiríkur mun fá til sín góða gesti til þess að ræða það sem brennur á kjósendum í kjördæminu.
Gestir Eiríks Bjarnar verða þau Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, Ívar Ingimarsson, fv. atvinnuknattspyrnumaður og ferðaþjónustubóndi og Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri hjá ISAVIA.
Þátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Facebooksíðu Viðreisnar föstudaginn 20. ágúst kl. 12:00 – 12:45 en hægt verður að horfa á útsendinguna á facebook.com/vidreisn hvenær sem er eftir að útsendingu lýkur.