Ákvörðun um tillögu uppstillingarnefndar í Garðabæ

Hvenær

28/02    
19:30 - 21:00
Stjórn Viðreisnar í Garðabæ fyrir hönd uppstillinganefndar boðar til félagsfundar þar sem tillaga að framboðslista uppstillinganefndar verður kynntur. Framboðsfrestur rann út 15. febrúar og var auglýst eftir framboðum og tillögum á miðlum félagsins, póstlista, lokuðum Facebook hóp félagsmanna og í Garðapóstinum.
Uppstillinganefnd leggur fram tillögu sína um framboðslista félagsins í komandi sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ. Fundurinn tekur afstöðu til tillögunnar í heild sinni. Sé henni synjað þarf að hefja uppstillingarferli að nýju.
Dagskráin er eftirfandi.
1. Ákvörðun um fundarstjórn
2. Tillaga uppstillingarnefndar kynnt og umræður um hana, að lokum borin upp til samþykktar
3. Fyrirkomulag kosningastjórnar ræddar
4. Önnur mál sem borin eru upp á fundi
Fundað er í Sveinatungu, bæjarstjórnarsal Garðabæjar