Pólitísk markmið nást með öflugu, opnu og lýðræðislegu starfi þar sem virðing er borin fyrir náunganum og allir eru boðnir velkomnir.
LEIÐIR
Til þess að ná settum markmiðum þarf:
GILDI
Frelsi til orðs og athafna sem heftir ekki frelsi annarra og virðir settar reglur,
Jafnrétti til virkrar þátttöku og skoðana. Jöfn staða kynja er sjálfstætt leiðarstef í öllu starfi,
Samkennd og skilningur á stöðu og kjörum annarra og nauðsyn þess að jafna tækifæri,
Þolgæði til þess að vinna að settum markmiðum og gefast ekki upp þó á móti blási.
LEIKREGLUR
Skýrar, einfaldar leikreglur eru nauðsynlegar farsælu flokksstarfi og þurfa ávallt að svara kalli tímans.
Skipulag, boðleiðir, ábyrgð og verkaskipting á að vera skýr, einföld og hvetja flokksmenn til virkrar þátttöku.
Orðfæri í samskiptum innan flokks og utan á að vera málefnalegt, hófstillt og ekki beinast gegn einstaklingum eða hópum fólks.
Varnir og viðbrögð þegar upp koma mál sem varða misferli, einelti, áreitni og ofbeldi, ekki síst af kynbundnum toga. Slík hegðun verður ekki liðin og ávallt þurfa að vera greiðar leiðir fyrir kvartanir og skýrir ferlar um meðferð slíkra mála.
Siðferði og siðferðisleg viðmið sem gilda um þá sem taka þátt í störfum flokksins og gegna ábyrgðarstörfum á hans vegum.
Aðgengi að starfi, fundum og viðburðum á að vera eins greitt og kostur er.
Viðmiðin eru sett í samræmi við grein 1.5 í samþykktum Viðreisnar og voru samþykkt á landsþingi Viðreisnar 11. mars 2018.