Viðreisn heimsækir FSU

Þeir Geir Finnsson og Bjarni Halldór Janusson mættu galvaskir og stóðu vaktina. Kynntu þeir helstu stefnumál Viðreisnar og markmið.

Nýlega var haldin stjórnmálavika í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar stóðu nemendur fyrir kynningu á íslenskum stjórnmálum og er fulltrúum flokka boðið að mæta og kynna stefnur sínar.

Þeir Geir Finnsson og Bjarni Halldór Janusson mættu galvaskir og stóðu vaktina. Kynntu þeir helstu stefnumál Viðreisnar og markmið.

Í gær var kynning á ungliðastarfi Viðreisnar og í dag var kynning á flokknum sjálfum. Fjölmargir voru áhugasamir og vildu kynna sér nýja stjórnmálaaflið.