Ungliðahreyfing Viðreisnar tók þátt í gleðigöngunni

Laugardaginn 6. ágúst var hin árlega gleðiganga haldin. Í því tilefni ákváðu ungliðahreyfingar helstu stjórnmálaflokka landsins að taka höndum saman og taka þátt í göngunni saman. Á Íslandi hefur náðst pólitísk samstaða um réttindi hinsegin fólks og því ber svo sannarlega að fagna. 

Í frjálsu samfélagi er best að búa, því þar fær fólk að vera það sjálft og lifa lífi sínu eins og því sýnist best. Viðreisn berst fyrir frjálslyndu og fordómalausu Íslandi – og skilaboð ungliða Viðreisnar á göngunni minna okkur á að því markmiði hefur því miður enn ekki verið náð. Sé samstaða og vilji fyrir hendi er þó hægt að byggja upp slíkt samfélag. Saman horfum við fram á veginn og berjumst fyrir bættu samfélagi fyrir alla.