Róttæk nálgun í heilbrigðismálum?

Þau eru mörg ráðin sem nýliðar í póli­tík­ fá þessa dag­ana. 

„Tala eins og stjórn­mála­mað­ur, ekki sem sér­fræð­ing­ur.“

„Ekki reyna að útskýra flókin mál, það missa allir áhug­ann. Not­aðu stikkorð.“

„Heil­brigð­is­mál verða ekki kosn­inga­mál. Allir lofa öllu fögru, taktu bara þátt og málið er dautt.“

Þetta er bara brot af því sem borið hefur inn á borð hjá mér und­an­far­ið. Ráðin eru oft­ast gefin af góðum hug, sum þó í kald­hæðni eða hálf­kær­ingi. Mörg eru full­kom­lega gild.

Ég er sam­mála því að heil­brigð­is­málin séu mik­il­væg­asti mála­flokk­ur­inn á Íslandi í dag. 

Hjá Við­reisn höfum við mótað skýra stefnu í heil­brigð­is­málum sem byggir á þeim kjarna í öllum okkar mál­flutn­ingi að almanna­hags­munir skuli ganga framar sér­hags­mun­um. Sam­hliða til­lögum um sókn í heil­brigð­is­málum liggja rót­tækar, umbóta­sinn­aðar til­lögur í efna­hags­málum sem skapa for­send­urnar fyrir því að við getum staðið við metn­að­ar­fullar til­lögur okkar í heil­brigð­is­mál­um.

Normið hefur allt of lengi verið varð­staða um óbreytt ástand sem hyglir ákveðnum sér­hags­munum á kostnað lífs­kjara almenn­ings. Og auð­vitað er það  ­reyndar allt að því kómískt að hug­myndir sem lúta að kerf­is­breyt­ingum í þágu almanna­hags­muna fái merki­mið­ann „rót­tækar hug­mynd­ir“. En svona er Ísland í dag. 

Hver eru verk­efn­in?

Við stöndum á ákveðnum tíma­mótum varð­andi heil­brigð­is­kerfið okk­ar. Það þarf meira fjár­magn svo að þjóð­ar­sjúkra­húsið okkar geti staðið undir nafni. Heilsu­gæslan hefur verið í fjársvelt­i ­lengi. Íslend­ingar hafa ekki aðgengi að nýj­ustu lyfj­um. Það þarf á­tak í upp­bygg­ingu í öldr­un­ar­mál­um, mann­ekla er meðal fag­stétta í heil­brigð­is­þjón­ustu og svona mætti því miður lengi telja. 

Það þarf að breyta greiðslu­þátt­töku almenn­ings með það að leið­ar­ljósi að fólk veigri sér ekki við að sækja nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu vegna kostn­að­ar. Það er óverj­andi að það að grein­ast með ill­vígan sjúk­dóm koll­varpi fjár­hag heim­il­is­ins. Ólíð­andi að í vel­ferð­ar­rík­inu Íslandi finn­ist fólk sem hefur ein­fald­lega ekki efni á að veikj­ast.

Við þurfum líka að fjár­festa í heilsu­efl­ingu og for­vörn­um. Það er stað­reynd að lífs­stílstengdir sjúk­dómar eru algeng­asta orsök heilsu­leysis í okkar heims­hluta og því hlýtur heilsu­efl­ing og for­varn­ir, ekki síst í geð­vernd­ar­mál­um, að vera for­gangs­mál í heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Ekki bara vegna hins aug­ljósa ávinn­ings í formi betri lífs­gæða, heldur vegna þess að hér eigum við raun­veru­lega mögu­leika á að ná tökum á þeim mikla kostn­aði sem er fram und­an­ í heil­brigð­is­kerf­inu ef við mótum ekki stefnu til fram­tíð­ar.

Efna­hags­mál og heil­brigð­is­mál eiga sam­leið

Heil­brigð­is­þjón­usta Íslend­inga á að vera greidd úr almanna­trygg­inga­kerf­inu okk­ar. Það er ­mik­il­vægt að ná sam­stöðu um for­gangs­röðun í rík­is­fjár­málum í þágu fjár­fest­ingar í heil­brigð­is­mál­u­m.  Við­reisn hafnar því að auk­inn kostn­aður sé fjár­magn­aður með því að hækka skatta á almenn­ing eða með því að skerða aðra þjón­ustu á borð við mennta­mál eða sam­göngu­mál. 

Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs eru nú um 70 millj­arðar króna á ári. Við­reisn er með skýra stefnu um lækk­un ­vaxt­ar­stigs hér á landi með því að festa gengi krón­unnar við erlendan gjald­miðil með mynt­ráðs­leið­inni. Slík breyt­ing, sam­hliða auknum aga í hag­stjórn, mun lækka vaxta­mun við nágranna­lönd okkar til muna með umtals­verðum sparn­aði fyrir rík­is­sjóð, sem og heim­ili og fyr­ir­tæki.

Þá vill Við­reisn að greitt verði mark­aðs­gjald fyrir sér­rétt­indi til nýt­ingar á sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar hvort sem um er að ræða auð­lindir sem nýttar eru í sjáv­ar­út­vegi, orku­geir­anum eða ferða­þjón­ustu. Slíkt auð­linda­gjald viljum við nýta til inn­viða­upp­bygg­ingar þar sem þess er þörf og til sam­neyslu þjóð­ar­inn­ar, m.a. í heil­brigð­is­mál­um.

„Heil­brigð­is­mál verða ekki kosn­inga­mál,“ segja ein­hverj­ir. „Allir lofa öllu fögru og eng­inn flokkur nær að skapa sér sér­stöð­u.“ Þetta er ekki rétt. 

Við­reisn hefur skýra fram­tíð­ar­sýn, ekki ein­göngu varð­and­i ­mark­mið okkar í heil­brigð­is­mál­um, heldur einnig hvernig við munum ná þeim fram. Svarið við ­spurn­ing­unni: Hvað má heil­brigðið kosta er ekki mælt í millj­örðum króna. Það er mælt í vilja til breyt­inga. Hverju eru stjórn­mála­menn til­búnir að breyta í þágu almanna­hags­muna? Í svari við þess­ari spurn­ingu liggur sér­staða Við­reisn­ar. 

Höf­undur skipar 1. sæti á lista Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.