Í þágu námsmanna

Í byrjun apríl horfðu sjö þúsund náms­menn fram á at­vinnu­leysi vegna efna­hags­legra á­hrifa kóróna­veirunnar, og eru þeir lík­lega f leiri núna. Stór hluti þessa hóps er fjöl­skyldu­fólk. Úr­ræði ríkis­stjórnarinnar til að koma til móts við þá er að skapa rúm­lega þrjú þúsund sumar­störf á vegum hins opin­bera. Þetta er dökk mynd, sama hvernig henni er snúið.

Okkur er tamt að tala um að á­hersla á menntun sé lykillinn að góðri fram­tíð. Að það sé mikil­vægt að við séum þar í farar­broddi meðal þjóða. Nú í miðju efna­hags­hruni er mikil­vægt að í nálgun okkar á mennta­mál fari saman orð og að­gerðir.

Í vikunni höfnuðu ríkis­stjórnar­flokkarnir þrír til­lögu okkar í Við­reisn um að veita auknu fjár­magni í at­vinnu­úr­ræði náms­manna í sumar. Þeir höfnuðu því líka að út­víkka úr­ræðið þannig að það næði ekki einungis til opin­berra starfa heldur líka til al­menna vinnu­markaðarins.

Með sömu nálgun og eftir hrun, þar sem ríkis­sjóður greiðir helming launa og launa­tengds kostnaðar á móti vinnu­veitanda, leiða störf hjá fyrir­tækjum og fé­laga­sam­tökum til helmingi lægri kostnaðar en störf sem einungis eru á vegum hins opin­bera. Þetta skapar f leiri og fjöl­breyttari störf fyrir náms­menn auk þess sem ljóst er að fjöl­margir náms­menn eru að mennta sig í geirum sem ekki er í boði að vinna við hjá hinu opin­bera.

Ráð­herrar mennta­mála og fé­lags­mála héldu í gær næsta inni­halds­lítinn blaða­manna­fund þar sem engar nýjar upp­lýsingar komu fram til við­bótar við þær sem fólust í af­greiðslu Al­þingis í vikunni. Fundurinn virðist því fyrst og fremst ætlaður til þess að draga úr eftir­málum klúðurs­legra um­mæla fé­lags­mála­ráð­herra fyrir nokkrum dögum.

Og jú, til að upp­lýsa að það kæmi kannski meira fyrir náms­menn seinna. Vandinn er bara sá að tími að­gerða er núna.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí 2020