Viðreisn og stjórnarskráin

Umræð­urnar um stjórn­ar­skrár­málið snú­ast bæði um form og efni. Vissu­lega skiptir aðferða­fræðin máli. En sjálf hef ég alltaf litið svo á að mik­il­væg­ast væri að ná efn­is­legum árangri í sam­ræmi við kröfur nýrra tíma. Við getum síðan haft skiptar skoð­anir á aðferð­ar­fræð­inni en að mínu mati er skyn­samt að stjórn­ar­skrá sé ein­föld og skýr og eyði frekar réttaró­vissu en auki.Í mál­efna­sam­þykktum Við­reisnar segir um þetta: „Ná þarf sam­komu­lagi um skýrt tíma­sett ferli varð­andi end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þar verði tekið mið af til­lögum stjórn­laga­ráðs og annarri vinnu að breyt­ingum á síð­ari stig­um.“

End­ur­bætur eða nýbygg­ing?

Stundum finnst mér að líkja megi við­fangs­efn­inu við gam­alt timb­ur­hús, sem þarfn­ast gagn­gerðra end­ur­bóta, en það er fjarri því að vera ónýtt. Heild­ar­end­ur­bætur eru því betri en nýbygg­ing. Og sum her­bergi eru verr farin en önnur og því ráð að skella sér í að laga þau fyrst. En það þarf hvorki að rífa húsið né byggja nýtt. Húsið er gott á sínum grunni en þarfn­ast vissu­lega aðhlynn­ing­ar. Með öðrum orðum þá erum við hlynnt því að upp­færa stjórn­ar­skrána á grunni þeirrar sem fyrir er en hvorki koll­varpa þessum grund­vall­ar­lögum okkar né ríg­halda í kyrr­stöð­una.

Í þessu ljósi gátum við í þing­flokki Við­reisnar mjög vel fall­ist á þá til­lögu Katrínar Jak­obs­dóttur í upp­hafi kjör­tíma­bils að skipta heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrá á tvö kjör­tíma­bil.Við lögðum ekki síður mikið traust á það lof­orð, sem reyndar var líka skrifað inn í stjórn­ar­sátt­mál­ann, að þjóðin fengi aðkomu að verk­inu. Að áfram yrði reynt að draga fram þjóð­ar­vilj­ann í tengslum við til­tekin atriði. Það var ein­læg von okkar að það væri ekki bara upp á punt.

Sam­staða um nokkra efn­is­flokka

Um suma þá efn­is­flokka, sem verið hafa til umfjöll­unar í þessum fyrri áfanga, virð­ist vera ágæt sam­staða.Þar má nefna ákvæði um nátt­úru­vernd og íslenska tungu. Viða­mestur er þó kafl­inn um for­seta og fram­kvæmda­vald. Þó að enn megi finna álita­mál um orða­lag tel ég að við í Við­reisn getum stutt þessar til­lög­ur.Ástæða er til að nefna að í breyt­inga­til­lögum um for­seta og fram­kvæmda­vald er í ýmsum atriðum tekið til­lit til við­horfa, sem fram komu í rök­ræðukönn­un­inni, en það er almenn­ings­sam­ráð sem efnt var til árið 2019 vegna þess­arar end­ur­skoð­un­ar­vinnu á stjórn­ar­skrá. Þar er því fyr­ir­heitið um aðkomu þjóð­ar­innar ekki bara orðin tóm.

Tvö mik­il­væg­ustu málin í upp­námi

Vand­inn sem uppi er snýr aftur á móti að tveimur mik­il­væg­ustu efn­is­flokk­unum í þessum áfanga verks­ins. Ann­ars vegar er það auð­linda­á­kvæðið og hins vegar ákvæði um fjöl­þjóða­sam­vinnu.Á þessum tveimur sviðum hafnar rík­is­stjórnin að taka nokk­urt til­lit til þess sem hún sjálf í stjórn­ar­sátt­mál­anum kallar aðkomu þjóð­ar­inn­ar. Á þjóð­ar­vilja er ekki snert. Þessir áfangar eru því í upp­námi af þeim sök­um.Bæði þessi mál eru ákall nýrra tíma.

Ríkir almanna­hags­munir

Hug­myndin að stjórn­ar­skrár­á­kvæði um þjóð­ar­eign auð­linda með gjald­töku fyrir nýt­ing­ar­rétt í til­tek­inn tíma kom fyrst fram í áliti auð­linda­nefndar árið 2000. Sú nefnd var skipuð full­trúum þvert á flokka og með helstu hags­muna­að­il­um, en Jóhann­es Nor­dal var for­maður nefnd­ar­inn­ar. Þetta prinsipp um tíma­bind­ingu nýt­ingar á sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar end­ur­spegl­ast svo í til­lögum stjórn­laga­ráðs, sem tveir þriðju hlutar þjóð­ar­innar vildu leggja til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá.Þegar unnið var að end­ur­skoðun á gjald­töku fyrir afla­hlut­deild á minni vakt í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu árið 2017 voru allir flokkar fylgj­andi tíma­bundnum heim­ildum nema Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Trúi ég því ekki að óreyndu að bæði Fram­sókn og Vinstri græn ætli að hlaupa frá þess­ari afstöðu sinni í stað þess að vera í for­ystu þeirra flokka sem vilja tryggja löngu tíma­bæra tíma­bind­ingu í stjórn­ar­skrá.Ég lít á skýra kröfu um tíma­bind­ingu afnota­réttar á auð­lindum sem varð­stöðu um almanna­hags­mun­i.  Hún er mik­il­væg­ari nú en áður því stjórn­ar­flokk­arnir hafa tví­vegis á þessu kjör­tíma­bili fellt til­lögur okkar á þingi um að setja þessa grund­vall­ar­hug­mynd inn í almenn lög.

Lýð­ræðisprinsipp á 21.öld

Eins er með ákvæðin um fjöl­þjóða­sam­vinnu og alþjóða­sam­starf.Það er eins og að synda gegn þyngsta straumi lýð­ræð­is­hug­mynda 21. aldar að hafna því að sett verði ákvæði í stjórn­ar­skrá sem fái þjóð­inni sjálfri úrslita­vald um það hvort fall­ist verður á fjöl­þjóða­sam­vinnu, sem kallar á frekara vald­fram­sal. Hér þarf réttur þjóðar að vera skýr til að ráða stöðu Íslands í alþjóða­sam­fé­lagi.Þótt hvert það skref sem við höfum tekið í alþjóða­starfi, eins og aðild að NATÓ, EFTA og EES samn­ingn­um, hafi styrkt full­veldi lands­ins hafa verið um það skiptar skoð­an­ir. Það er ekki óeðli­leg­t.  Það gildir um aðild að ESB líka. Það er hins vegar bæði óskilj­an­legt og ólíð­andi að þjóðin hafi ekki heim­ildir í stjórn­ar­skrá til að taka þau skref sem hún sjálf metur far­sæl fyrir fram­tíð lands­ins. Það er eðli­legt að við Íslend­ing­ar, líkt og vinir okkar á Norð­ur­lönd­um, höfum slíka heim­ild í stjórn­ar­skrá. Við það á eng­inn að vera hrædd­ur.Þetta er því ekki deila um það hvort stíga eigi slíkt skref í fjöl­þjóða­sam­vinnu heldur hvort þjóðin sjálf eigi að hafa þetta val og þetta vald sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Nú vilja menn girða fyrir það um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. Við það getur Við­reisn ekki unað.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 21. október 2020