Viðreisn velur uppstillingu – Auglýst eftir áhugasömu fólki

Vertu með

Fjögur landshlutaráð Viðreisnar af fimm hafa tekið ákvörðun um hvaða leið verði farin við röðun á framboðslista fyrir kosningar í haust. Landshlutaráð Reykjavíkur, Suðvesturkjördæmis, Suðurkjördæmis og Norðvesturkjördæmis hafa öll fundað og ákveðið að nota uppstillingu við skipan á lista þessara fimm kjördæma að þessu sinni.

Landshlutaráð Norðausturkjördæmis mun fljótlega funda til að taka ákvörðun um leið við röðun á framboðslista.

Hvert landshlutaráð fyrir sig tekur ákvörðun um hvaða aðferð er beitt við skipan framboðslista, í samræmi við samþykktir Viðreisnar. Verði uppstilling fyrir valinu skal landshlutaráð skipa uppstillingarnefnd sem starfar samkvæmt reglum sem stjórn Viðreisnar setur. Framboðslistar verða bornir undir landshlutaráð og stjórn Viðreisnar til samþykktar.

Viðreisn gætir fyllsta jafnréttis kynjanna og vill endurspegla fjölbreytni mannlífs í framboðslistum sínum. Stjórn Viðreisnar hefur ákveðið að auglýsa eftir áhugasömu fólki til að starfa með flokknum og taka sæti á listum hans. Þessar auglýsingar munu líta dagsins ljós á næstu dögum.