Hanna Katrín og Bjórland hljóta Uppreisnarverðlaun

Uppreisnarverðlaun Hanna Katrín Friðriksson og Þórgnýr Thoroddssen Bjórland

Uppreisnarverðlaunin hafa verið veitt í fjórða sinn. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar veitir þau árlega sem viðurkenningu fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags.

Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi, annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis eða félagasamtaka.

Verðlaunahafi í einstaklingsflokki þessu sinni var Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hlaut hún verðlaunin fyrir öflugt aðhald og beitta en málefnalega gagnrýni á stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum á kjörtímabilinu. Aðfarir ríkisstjórnarinnar að sjálfstætt starfandi þjónustuaðilum eru áhyggjuefni, Hanna Katrín hefur borið höfuð og herðar yfir aðra kjörna fulltrúa í baráttu sinni gegn þeim.

Í flokki fyrirtækja og félagasamtaka hlaut vefverslunin Bjórland verðlaunin þetta árið. Bjórland reið á vaðið á síðasta ári og opnaði vefverslun með áfengi, þar sem boðið var upp á heimsendingar. Síðan þá hefur fleiri slíkum verið komið á fót, en þær byggja tilvist sína á regluverki Evrópusambandsins. Allt of lengi hefur forsjárhyggjan ráðið ríkum þegar kemur að smásölu áfengis á Íslandi og frumkvöðlastarfsemi Bjórlands er bæði stórt og mikilvægt skref í frelsisátt.

Uppreisnarverðlaun 2021 Emilia Björt Írisardóttir og Hanna Katrín Friðriksson

Uppreisnarverðlaun 2021 Emilia Björt Írisardóttir og Þórgnýr Thoroddssen Bjórland