Hann las ekki yfir sig

Dagbjartur Gunnar Lúðvíkisson. Alþingiskosningar 2021. Reykjavíkurkjördæmi Suður RS 4. sæti

Við höf­um öll heyrt sög­ur af metn­að­ar­full­um náms­mönn­um sem sátu við lest­ur kvölds og morgn­a þar til að bæk­urn­ar gleypt­u þá. Ungt fólk sem er sagt hafa orð­ið trufl­að á geði af of mikl­u námi. Tal­að er um að það hafi lært yfir sig eða les­ið yfir sig.

Það er að sjálf­sögð­u eng­in stoð fyr­ir þess­um sög­um. Lær­dóm­ur ger­ir fólk ekki veikt á geði. Aftur á móti er sumt fólk út­sett fyr­ir geð­sjúk­dóm­um og al­geng­ast að þeir komi í ljós frá tán­ings­aldr­i og fram að þrí­tug­u, sem er sá tími sem fólk er gjarn­an í námi.

Rót vand­ans

Þeg­ar fólk er út­sett fyr­ir geð­sjúk­dóm­i kunn­a ytri á­hrif, á borð við álag og streit­u, að koma ein­kenn­um af stað. Lest­ur er ekki sjálf­stæð­ur á­hætt­u­þátt­ur. Aftur á móti kann skort­ur á að­geng­i­legr­i þjón­ust­u að seink­a grein­ing­um og gera til­vik­in fleir­i og al­var­legr­i. Þar kom­um við að rót vand­ans, að geð­heil­brigð­is­þjón­ust­a verð­i að vera til­tæk fyr­ir fólk sem þarf á henn­i að hald­a þeg­ar það þarf á henn­i að hald­a.

Á­stand bið­list­a í geð­heil­brigð­is­kerf­in­u er ó­líð­and­i í dag. Sá vand­i var meg­in­stef í er­ind­um á síð­ast­a geð­heil­brigð­is­þing­i. Sér­fræð­ing­ar eru með­vit­að­ir um vand­ann en geta ekki leyst hann, geta ekki veitt snemmt­æk­a skil­virk­a þjón­ust­u, án stuðn­ings stjórn­vald­a. Sál­fræð­i­þjón­ust­a er einn­ig að­geng­i­legr­i fólk­i á vinn­u­mark­að­i en í námi. Á náms­ár­um, á á­hætt­u­aldr­i, er fólk bæði tekj­u­lægr­a en aðr­ir hóp­ar og nýt­ur ekki nið­ur­greiðsl­u stétt­ar­fé­lag­a. Þess vegn­a er nauð­syn­legt fyr­ir þenn­an hóp að sál­fræð­i­þjón­ust­a verð­i nið­ur­greidd af Sjúkr­a­trygg­ing­um, líkt og Við­reisn lagð­i til og fékk sam­þykkt, en rík­is­stjórn­in hef­ur ekki fylgt eft­ir.

Undir­liggj­and­i vand­i

Nem­and­inn las því ekki yfir sig. Hann var með und­ir­liggj­and­i geð­sjúk­dóm og á tím­a­bil­i í líf­in­u þar sem þeir koma van­a­leg­a fram. Það hefð­i skipt hann sköp­um að hafa greið­an að­gang að geðheilbrigðisþjónustu.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júlí 2021