Opið streymi af landsþingi

Landsþing Viðreisnar 2021

Síðasti hluti landsþings Viðreisnar var í opnu streymi. Þar mátti hlýða á ávörp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, Starra Reynissonar, forseta Uppreisnar og Daða Más Kristóferssonar, varaformanns Viðreisnar. Jón Steindór Valdimarsson las upp nýsamþykkta stjórnmálaályktun landsþings Viðreisnar og Hanna Katrín Friðriksson kynnti Græna þráðinn, umhverfissáttmála Viðreisnar.

Sigmar Guðmundsson, sem skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi stýrði svo pallborði þar sem hann ræddi við oddvitana sex fyrir komandi alþingiskosningar, þau Guðmund Gunnarsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Eirík Björn Björgvinsson, Guðbrand Einarsson, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson.

Horfa má á upptöku frá landsþingi hér.