Viðreisn staðreyndanna

Ingvar Þóroddsson Alþingiskosningar 2021

Mig lang­ar að þakka þing­fram­bjóðanda í Norðaust­ur­kjör­dæmi, Berg­lindi Ósk Guðmunds­dótt­ur, fyr­ir at­hygl­is­verða grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu 12. ág­úst síðastliðinn. Þar grein­ir hún lands­lag stjórn­mál­anna á Íslandi fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar og veit­ir stjórn­mála­flokkn­um Viðreisn sér­staka at­hygli, sem vill svo til að sá sem þetta skrif­ar er í fram­boði fyr­ir. Í Morg­un­blaðsgrein­inni er reynt að skil­greina Viðreisn út frá því sjón­ar­horni sem viðkom­andi hent­ar en lítið fer fyr­ir raun­veru­leg­um staðreynd­um. Þar seg­ir höf­und­ur meðal ann­ars: „flokks­fólki líður best í umræðum um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og álíka dæg­ur­mál, en fátt er um svör þegar kem­ur að raun­veru­leg­um stefnu­mál­um“.

Mér þykir sorg­legt að heyra að fram­bjóðanda til Alþing­is þyki vaxta­kostnaður heim­il­anna, rekstr­ar­um­hverfi ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja, rétt­indi og val neyt­enda og aukn­ir út­flutn­ings­mögu­leik­ar í sjáv­ar­út­vegi, svo fátt eitt sé nefnt, ein­ung­is dæg­ur­mál en ekki raun­veru­leg stefnu­mál, en lát­um það liggja á milli hluta.

Fyrst Berg­lind hef­ur svona áhuga á Viðreisn og tel­ur að flokk­ur­inn hafi fá svör þegar kem­ur að raun­veru­leg­um stefnu­mál­um er mér það ljúft og skylt að segja frá því af hverju ég ákvað að ganga til liðs við Viðreisn og býð mig stolt­ur fram til Alþing­is fyr­ir flokk­inn.

Viðreisn

– beit­ir sér fyr­ir kerf­is­breyt­ing­um í sjáv­ar­út­vegi til að skapa raun­veru­leg­an stöðug­leika og sátt um kvóta­kerfið sem trygg­ir sann­gjarna hlut­deild þjóðar­inn­ar og sjó­manna af verðmæt­un­um sem verða til í grein­inni. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa ekki boðað neitt annað en að standa vörð um óbreytt fyr­ir­komu­lag.

– mun beita sér fyr­ir því að ís­lenska krón­an verði bund­in við evru að danskri fyr­ir­mynd með tví­hliða samn­ingi við Seðlabanka Evr­ópu. Slíkt fyr­ir­komu­lag mun gjör­bylta lánaum­hverfi og verðlagi á Íslandi með sam­bæri­leg­um vöxt­um og fást í ná­granna­lönd­um okk­ar. Það minnk­ar greiðslu­byrði ís­lenskra heim­ila til muna.

– boðar raun­veru­leg­ar aðgerðir í lofts­lags­mál­um þar sem kerfið sem skapaði vand­ann verður nýtt til að bregðast við hon­um. Hlut­verk stjórn­valda á að vera að leiðrétta fyr­ir markaðsbresti og skal meg­in­regl­an því vera sú að sá sem meng­ar borgi fyr­ir þá meng­un og þær tekj­ur á móti notaðar til að binda kol­efni og greiða fyr­ir um­hverf­i­s­vænni fram­leiðslu­hátt­um.

– set­ur sál­fræðiþjón­ustu í sama flokk og aðra heil­brigðisþjón­ustu og vill að hún verði niður­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Íslands.

– tal­ar fyr­ir því að Ísland axli sína ábyrgð sem rík þjóð og taki vel á móti fólki á flótta. Tel­ur flokk­ur­inn það til að mynda ótækt að hæl­is­leit­end­ur séu send­ir til baka í ómannúðleg­ar aðstæður í Grikklandi og lögðu þing­menn Viðreisn­ar fram til­lögu á Alþingi til að stöðva þær brott­vís­an­ir. Það studdi rík­is­stjórn­in ekki.

– lög­festi jafn­launa­vott­un og hef­ur lagt fram þjóðarsátt um bætt kjör kvenna­stétta.

– lagði til við end­ur­skoðun LÍN að grunn­fram­færsla náms­lána yrði bund­in við neyslu­viðmið fé­lags­málaráðuneyt­is­ins til að tryggja að náms­menn geti raun­veru­lega lifað af lán­un­um sín­um. Sú til­laga var felld af rík­is­stjórn­inni.

– krefst þess að hætt verði að koma fram við vímu­efna­neyt­end­ur sem glæpa­menn og styður af­glæpa­væðingu neyslu­skammta. Þrátt fyr­ir frels­istal Sjálf­stæðis­flokks­ins þá vildu þau ekki hleypa því frelsi í gegn­um þingið.

– fékk í gegn á Alþingi að nauðgun yrði skil­greind út frá skorti á samþykki.

– styður fjöl­breytt rekstr­ar­form í heil­brigðis­kerf­inu til að stytta biðlista og skapa meira val­frelsi fyr­ir bæði heil­brigðis­starfs­fólk og sjúk­linga. Sjálf­stæðis­flokk­ur hins veg­ar hef­ur rekið stefnu Vinstri grænna í rík­is­stjórn gegn sjálf­stæðum rekstri. Ég bið því Berg­lindi um að líta í eig­in barm næst áður en hún sleng­ir fram órök­studd­um full­yrðing­um um að Viðreisn muni við fyrsta tæki­færi stökkva í meiri­hluta­sam­starf sem hún kall­ar „vinstri­bræðing“.

Stefna Viðreisn­ar er al­veg skýr og í raun kem­ur það mér ekki á óvart að reynt sé að halda öðru fram núna þegar stutt er í kosn­ing­ar. Get­ur verið að ákveðnir aðilar ótt­ist gott gengi flokks­ins? Ég leyfi les­end­um að gera það upp við sig.

Við sem erum í fram­boði fyr­ir Viðreisn vilj­um að íbú­ar þessa lands hafi frelsi til at­hafna og að al­manna­hags­mun­ir gangi fram­ar sér­hags­mun­um við ákv­arðana­töku. Við trú­um á efna­hags­legt jafn­vægi, hóf­leg rík­is­af­skipti og sterkt at­vinnu­líf. Við vilj­um jöfnuð meðal íbúa þannig að all­ir fái notið sam­bæri­legr­ar grunnþjón­ustu hvar á land­inu sem þeir eru bú­sett­ir. Við trú­um á alþjóðasam­starf og horf­um til auk­inna áhrifa Íslands inn­an alþjóðastofn­ana og þá helst Evr­ópu­sam­bands­ins vegna þeirra tæki­færa sem slíkt sam­starf skap­ar fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu. Viðreisn er frjáls­lynd­ur og fram­sýnn flokk­ur sem horf­ir til tæki­fær­anna með ábyrg­um og skyn­sam­leg­um hætti en læt­ur ekki stýr­ast af ótta eða íhalds­semi.

Við mun­um vinna okk­ar mál­efn­um braut­ar­gengi og gef­um ekki neitt eft­ir af okk­ar grunn­gild­um að kosn­ing­un­um yf­ir­stöðnum, sama hvort það kann að vera í rík­is­stjórn eða stjórn­ar­and­stöðu. Fá­rán­legt er að gera til annarra flokka kröf­ur um sam­starfs­yf­ir­lýs­ing­ar sem manns eig­in flokk­ur upp­fyll­ir eng­an veg­inn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst 2021