Hvaða Framsóknarflokk er best að kjósa?

Benedikt Jóhannesson

Marg­ir velta því nú fyr­ir sér hvaða flokk þeir eigi að kjósa, jafn­vel fólk sem hef­ur aldrei áður þurft að hugsa sig um. Áður fyrr vissu kjós­end­ur nokk­urn veg­inn fyr­ir hvað flokk­arn­ir stóðu. Lík­lega voru stjórn­mál­in ein­fald­ari þá en núna. Úrslita­áhrif hafði hug­mynda­fræðileg afstaða með eða móti oki sósí­al­ism­ans eða með eða móti til­gangs­laus­um hernaði Banda­ríkj­anna í fjar­læg­um heims­hlut­um. Hér voru í meg­in­at­riðum fjór­ir flokk­ar í átta­tíu ár.

Við sjá­um að flokk­ar fær­ast til og leita sér nýrra fylg­is­manna þegar kvarn­ast úr kjarna­fylg­inu. Eft­ir að VG féllst í faðma við Sjálf­stæðis­flokk­inn hef­ur Sam­fylk­ing­in fært sig til vinstri til þess að höfða til óánægðra flokks­manna VG. Með svipuðum hætti er Miðflokk­ur­inn nú að reyna að lokka til sín frjáls­hyggju­menn sem ekki treysta Sjálf­stæðis­flokkn­um leng­ur með slag­orðinu Burt með báknið! sem hef­ur lengi legið ónotað á hægri kant­in­um.

Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið hef­ur líka orðið mörg­um um­hugs­un­ar­efni, en það er auðskýrt með stutt­um sam­töl­um.

Spurt var : Hvers vegna í ósköp­un­um ákvað VG að leiða þessa hægri­stjórn?

Svar : Sú ákvörðun var í full­komnu sam­ræmi við innsta eðli VG. Flokk­ur­inn er þjóðern­is­sinnaður íhalds­flokk­ur sem vill sem allra minnst­ar breyt­ing­ar. Þar má nefna gjafa­kvóta­kerfið, land­búnaðar­mál­in, krón­una, stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar og af­stöðuna til ESB. Flokk­ur­inn hef­ur aft­ur á móti villt á sér heim­ild­ir með því að kenna sig við vinstrið. Ekk­ert er fjær sanni.

Viðbragð : Þótt mér finn­ist mjög erfitt að sætta mig við þessa lýs­ingu átta ég mig núna á því að hún virðist vera sönn.

Annað viðbragð : VG er bara Fram­sókn fyr­ir fólk sem er með end­ur­vinnslutunn­ur heima hjá sér.

Spyrja mætti : Hvers vegna í ósköp­un­um ákvað Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að ganga inn í þessa vinstri­stjórn?

Svar : Sú ákvörðun var í full­komnu sam­ræmi við innsta eðli Sjálf­stæðis­flokks­ins. Flokk­ur­inn er þjóðern­is­sinnaður íhalds­flokk­ur sem vill sem allra minnst­ar breyt­ing­ar. Þar má nefna gjafa­kvóta­kerfið, land­búnaðar­mál­in, krón­una, stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar og af­stöðuna til ESB. Flokk­ur­inn hef­ur aft­ur á móti villt á sér heim­ild­ir með því að kenna sig við hægrið. Ekk­ert er fjær sanni.

Viðbragð : Þótt mér finn­ist mjög erfitt að sætta mig við þessa lýs­ingu átta ég mig núna á því að hún virðist vera sönn.

Annað viðbragð : Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er bara Fram­sókn fyr­ir fólk sem vill rík­is­styrk á morgn­ana, lága skatta á dag­inn og grill­ar á kvöld­in.

Kannski spyr ein­hver : Hvers vegna ákvað Fram­sókn að fara í þessa rík­is­stjórn?

Svar : Það voru ráðherra­stól­ar í boði og sam­vinna við syst­ur­flokk­ana.

Viðbragð : Al­veg rétt. Heimsku­leg spurn­ing.

Spurt er : Er þá ekki best að kjósa bara Fram­sókn?

Svar : Þú seg­ir nokkuð. En hvaða Fram­sókn­ar­flokk?

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. september 2021