Frambjóðendur í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík

Framboðsfrestur fyrir prófkjör Viðreisnar í Reykjavík rann út á hádegi í dag, 17. febrúar 2022. Kosið verður um fjögur efstu sætin á framboðslista Viðreisnar og hefur kjörstjórn staðfest kjörgengi sjö frambjóðenda.

Frambjóðendur í prófkjörinu eru, í stafrófsröð:

  • Anna Kristín Jensdóttir
  • Diljá Ámundadóttir Zoega
  • Erlingur Sigvaldason
  • Geir Finnsson
  • Pawel Bartoszek
  • Þórdís Jóna Sigurðardóttir
  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

 

Gengið verður til atkvæða föstudaginn 4. mars og laugardaginn 5. mars. Kosningarétt hafa félagar í Viðreisn sem skráðir hafa verið í flokkinn fyrir miðnætti 1. mars 2022, hafa lögheimili í Reykjavík og hafa náð 16 ára aldri á kjördag.

Á  vidreisn.is/profkjor er að finna kynningu á frambjóðendum og nánari upplýsingar um fyrirkomulag prófkjörsins.

Kjörstjórn í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.