Prófkjör Viðreisnar í Reykjavík 4.-5. mars

Prófkjör Viðreisnar í Reykjavík fer fram dagana 4.-5. mars næstkomandi. Prófkjör hefst á vefnum kl. 9:00  föstudaginn 4. mars og stendur óslitið yfir til kl. 16:00 laugardaginn 5. mars. Jafnframt verður hægt að mæta í Ármúla 42 og kjósa í persónu frá kl. 9:00 til 16:00 laugardaginn 5. mars.

Kosningarétt hafa félagar í Viðreisn sem skráðir hafa verið í flokkinn fyrir miðnætti 1. mars 2022, hafa lögheimili í Reykjavík og hafa náð 16 ára aldri á kjördag.

Hlekkur mun birtast á vefsíðu Viðreisnar fyrir rafræna kosningu og mun þurfa rafræn skilríki eða Íslykil til að komast inn á kjörseðilinn. Þau sem kjósa rafrænt geta breytt atkvæði sínu eins oft og þau vilja þar til kosningu lýkur kl. 16:00 þann 5. mars.

Í framboði eru:

Anna Kristín Jensdóttir

Diljá Ámundadóttir Zoëga

Erlingur Sigvaldason

Geir Finnsson

Pawel Bartoszek

Þórdís Jóna Sigurðardóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Kær kveðja

Kjörstjórn í prófkjöri Viðreisnar fyrir sveitarkosningar í Reykjavík 2022