10 jún Jöfn tækifæri grunnskólabarna
Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar var samþykk einróma að hætta þeirri mismunun sem ríkt hefur þegar kemur að greiðslu Hafnarfjarðarbæjar með grunnskólabarni eftir því hvort þau sæki sjálfstæða grunnskóla eða almenna grunnskóla sem reknir eru af Hafnarfjarðarbæ. Fram til þessa hefur munurinn verið um 200 þúsund krónur á ári. Það er einlæg von okkar í Viðreisn að þessi leiðrétting muni fjölga sjálfstæðum grunnskólum og þar með efla grunnskólastigið.
Okkur í Viðreisn er mikið í mun að fjölbreytni í skólastarfi sé tryggt og að öllum börnum óháð efnahag foreldra sé gert kleift að sækja menntun sína hjá sjálfstæðum grunnskólum kjósi þau svo. Fjölbreytt rekstrarform tryggir best fjölbreytt framboð. Það skiptir máli að öll börn finni sína leið og hafi raunverulegt valfrelsi. Valfrelsi er lífsgæði.