Auð­lindin okkar

Af þeim 60 bráða­birgða­til­lögum sem starfs­hópar „Auð­lindarinnar okkar“ hafa lagt fram er að finna 3 til­lögur sem fjalla um auð­linda­gjöld. Til­laga 45 fjallar um hækkun veiði­gjalda og ein­földun út­reikninga þeirra, til­laga 46 fjallar um fyrningar­leið og til­laga 47 um auð­linda­sjóð og lög­bundna dreifingu til sveitar­fé­laga. Starfs­hópurinn nefnir m.a. að út­reikningar veiði­gjalda séu ó­gagn­sæir og flóknir og að þeir byggi á upp­lýsingum úr rekstri for­tíðar. Þá segir að erfitt sé að á­kvarða rétt verð í út­reikningum og að heimildir um með­ferð séu ó­gagn­sæjar. Ó­vissa sé einnig hjá fyrir­tækjum um upp­hæð auð­linda­gjalds á hverjum tíma og að ó­líkar virðis­keðjur flæki út­reikninga.

Ekki er hægt að á­lykta öðru­vísi en svo að þessi starfs­hópur tali mjög var­lega hvað varðar aukna sam­fé­lags­lega hlut­deild í þeim arði sem ís­lenskur sjávar­út­vegur skilar af sér. Þar er m.a. nefnt að skoða þurfi upp­töku fyrningar­leiðar vand­lega.

Þær upp­lýsingar sem ég hef um stöðu sjávar­út­vegsins á árinu 2021 sýna að 65 milljarða hagnaður hafi verið á greininni það árið. Þetta sama ár voru greiddir út 18,5 milljarðar í arð, 7,7 milljarðar í auð­linda­gjöld og þjónusta við sjávar­út­veginn kostaði tæpa 6 milljarða.

Þetta sýnir svo ekki er um villst að auð­linda­gjald, sem ætti að teljast arður þjóðarinnar af eign sinni, er ekki í neinu sam­ræmi þann arð sem rétt­hafar að nýtingu auð­lindarinnar greiða sjálfum sér. Al­menningur á erfitt með að skilja svona tölur en sé þetta sett í eitt­hvað sam­hengi þá er hagnaður sjávar­út­vegs­fyrir­tækja á svipuðu róli og allar launa­greiðslur Land­spítala.

Spurningin hlýtur alltaf að vera sú hvort þjóðin eigi að fá notið arðs af auð­lindum sínum. Er eðli­legt að að­gangur fárra að sam­eigin­legum auð­lindum skapi þeim ofsa­gróða sem geri þeim m.a. kleift að kaupa upp fjölda fyrir­tækja í verslun og ferða­þjónustu? Er eðli­legt að auð­linda­gjald dugi nánast bara fyrir þjónustu við út­gerðina og þjóðin haldi litlu eftir?

Við­reisn leggur til að farin verði fyrningar­leið sem opnar að­gengi fleiri að sjávar­út­veg­sauð­lindinni og auka tekjur þjóðarinnar af sinni eigin auð­lind.

Vonandi mun þessi starfs­hópur koma með við­unandi lausnir. Á meðan staðan er ó­breytt er ekki hægt að kalla þetta Auð­lindina okkar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. mars 2023