Guðbrandur Einarsson

Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Giftur Margréti Sumarliðadóttur, hársnyrtimeistara og eiga þau 5 börn. Elstur er Davíð Guðbrandsson sem er fæddur 1979. Eftir að hafa fætt andvana dreng árið 1995 sem gefið var nafnið Dagur, eignuðust þau ári seinna tvíburana Sigríði og Sólborgu. Rúmum tveimur árum seinna mættu svo aðrir tvíburar til leiks og heita þeir Einar og Gunnar. Guðbrandur á síðan tvær yndislegar afastelpur sem heita Móeiður Ronja og Margrét Filippía og einn lítinn afastrák sem fæddist í byrjun ágúst. Áhugamál eru tónlist, stjórnmál, fjölskyldan og sveitin í Vaðnesi. Guðbrandur brennur fyrir eflingu grunnþjónustu og réttlátari skiptingu landsins gæða.

Ég var hluti af íslenskri verkalýðshreyfingu þegar samþykkt var á landsþingi Alþýðusambandsins að upptaka Evru og innganga í Evrópusambandið væri hið eina rétta fyrir íslenskt samfélag. Því miður var þessari ályktun stungið ofan í skúffu. Nú hafa nýir forystumenn í verkalýðshreyfingunni lýst efasemdum um íslensku krónuna...

Starfshópi sem ætlað var það verkefni að skoða framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga til lengri tíma, sem skipaður var vegna afleiðinga náttúruhamfaranna í Grindavík, skilaði innviðaráðherra tillögum fyrir síðustu jól. Niðurstaða hópsins var sú að nóg er til af lóðum til uppbyggingar á nýju húsnæði, verði...

Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær...