Sigur fyrir þolendur heimilisofbeldis

Á laug­ar­dag­inn kem­ur taka loks­ins gildi lög sem auðvelda lögskilnað fyr­ir þolend­ur of­beld­is í nánu sam­bandi. Hug­mynda­smiður lag­anna er Jón Stein­dór Valdi­mars­son, fyrr­ver­andi þingmaður Viðreisn­ar, sem lagði frum­varpið fyrst fram haustið 2019 í kjöl­far út­varpsþátta sem báru heitið Kverka­tak, þar sem rýnt var í heim­il­isof­beldi, eðli þess, áhrif og af­leiðing­ar. Ég end­ur­flutti frum­varpið síðan fyr­ir rúmu ári.

Lög og regl­ur um hjóna­bönd verða að vera skýr. Þau eiga að end­ur­spegla tíðarand­ann og mega ekki fela í sér hindr­un þegar fólk sem verður fyr­ir of­beldi af hálfu maka síns leit­ar skilnaðar.

Birt­ing­ar­mynd heim­il­isof­beld­is er flók­in og margþætt. Það er oft lík­am­legt eða kyn­ferðis­legt en allt of mörg dæmi eru líka um and­legt, fjár­hags­legt eða sta­f­rænt of­beldi sem get­ur farið mjög leynt. Lög­in hafa til þessa veitt heim­ild til skilnaðar hjá sýslu­manni í til­viki lík­ams­árás­ar eða kyn­ferðis­brots gagn­vart maka eða barni á heim­il­inu en aðeins ef ger­and­inn samþykk­ir að óska skilnaðar á grund­velli brota sinna. Gilti það jafn­vel þótt ger­and­inn hefði hlotið dóm fyr­ir brot sitt. Þannig hef­ur fólk sem beit­ir maka sinn of­beldi haft í hendi sér tæki til að draga skilnaðarferli á lang­inn og með því getað viðhaldið of­beld­is­sam­band­inu leng­ur.

Það hef­ur lengi verið aug­ljóst að það hef­ur þurft að víkka út skil­grein­ing­una á of­beldi og auka rétt þolanda til að leita skilnaðar. Í nýju lög­un­um er heim­ild til skilnaðar hjá sýslu­manni, án und­an­geng­ins skilnaðar að borði og sæng, ef ger­andi hef­ur hlotið dóm fyr­ir brot sitt. Í til­vik­um þar sem dóm­ur hef­ur ekki fallið er þolend­um nú tryggð lög­bund­in flýtimeðferð í skilnaðar­máli og sönn­un­arstaða þeirra er bætt til muna, þar sem út­kall lög­reglu vegna heim­il­isof­beld­is eða heild­armat á aðstæðum og upp­lýs­ing­um telj­ast full­nægj­andi til að veita lögskilnað. Þetta get­ur stytt skilnaðarferlið til muna og trygg­ir þolanda bætta rétt­ar­stöðu til að losna úr hjú­skap. Nýju lög­in tryggja að auki að þolend­ur þurfa ekki leng­ur að fara í gegn­um skilnað að borði og sæng eða sáttaum­leit­ana­ferli held­ur aðeins hafa sam­ráð um for­sjá barna.

Þegar frum­varpið var samþykkt síðasta vor setti meiri­hluti þings­ins skil­yrði um að gildis­töku lag­anna yrði seinkað um eitt ár. Var það til þess að sýslumaður og aðrir sem eru ábyrg­ir fyr­ir fram­kvæmd lag­anna fengju tæki­færi til að aðlaga málsmeðferð sína breyttri um­gjörð. Það ár er nú liðið og lög­in taka gildi 1. júlí 2023. Breyt­ing­in fel­ur í sér langþráðan áfanga­sig­ur í bar­átt­unni fyr­ir auk­inni rétt­ar­vernd fólks sem er fast í of­beld­is­hjú­skap. Því ber að fagna um leið og ljóst er að því miður er bar­átt­unni hvergi nærri lokið.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. júní