Norrænt samstarf á tímamótum

Í byrj­un vik­unn­ar tók ég þátt í tíma­móta­fundi á veg­um Norður­landaráðs sem vara­formaður starfs­hóps sem á að meta þörf­ina á að end­ur­skoða Hels­ink­i­samn­ing­inn og eft­ir aðstæðum koma með til­lög­ur til breyt­inga. Samn­ing­ur­inn, sem er und­ir­staða um­fangs­mik­ils nor­ræns sam­starfs, var und­ir­ritaður 1962 og síðast end­ur­skoðaður fyr­ir tæp­um 30 árum. Síðan hef­ur þróun mála orðið með þeim hætti að eðli­legt er að skoða hvort þetta mik­il­væga sam­starf megi efla enn frek­ar til að styrkja stöðu Norður­landa í hnatt­rænu sam­hengi.

Ég er formaður Miðju­flokka­hóps­ins í nor­rænu sam­starfi en þar hef­ur lengi verið talað fyr­ir end­ur­skoðun og upp­færslu. Ekki síst hef­ur mik­il­vægi auk­ins sam­starfs í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um auk­ist eft­ir síðustu vend­ing­ar í heims­mál­un­um. Við Íslend­ing­ar erum ekki und­an­skil­in þar eins og merkja má á auk­inni póli­tískri umræðu um þessi mál hér á landi.

Á næsta ári tek­ur Ísland við for­mennsku í Norður­landaráði. Gert er ráð fyr­ir að starfs­hóp­ur­inn skili af sér til­lög­um á þingi ráðsins sem haldið verður í Reykja­vík haustið 2024. Hver sem niðurstaðan verður af vinn­unni, sem Norður­landaráð mun taka af­stöðu til sem og rík­is­stjórn­ir og þjóðþing Norður­land­anna, má vænta þess að ferlið leiði til umræðu og ákv­arðana um mik­il­væg mál­efni sem varða nor­rænt sam­starf. Í ljósi aðstæðna má líka bú­ast við því að vinn­an hafi áhrif á for­mennskutíð Íslands og gefi okk­ur gott tæki­færi til að setja á dag­skrá mál sem við telj­um mik­il­væg.

Eitt slíkt mál lýt­ur að norður­slóðum en vax­andi stór­veldapóli­tík get­ur leitt til mik­ill­ar pól­un­ar þar sem vinn­ur gegn áhersl­um okk­ar og annarra Norður­landaþjóða á að norður­slóðir séu lág­spennusvæði. Við vilj­um leita leiða til að efla sam­starf Norður­land­anna enn frek­ar með það að leiðarljósi að stuðla að friði og ör­yggi til framtíðar. Lofts­lags­mál­in eru ann­ar mála­flokk­ur sem end­ur­skoðun á Hels­ink­i­samn­ingn­um mun taka til þar sem áhersl­um okk­ar og mark­miðum verður komið á fram­færi.

Norður­lönd standa framar­lega á heimsvísu þegar kem­ur að lýðræði og mann­rétt­ind­um og eru mörg­um lönd­um fyr­ir­mynd. Það er full ástæða fyr­ir hin nor­rænu ríki að taka hönd­um sam­an við að verja þessi rétt­indi og þau nor­rænu gildi um frelsi og jafn­rétti sem liggja þeim til grund­vall­ar. End­ur­skoðun Hels­ink­i­samn­ings­ins gef­ur gott tæki­færi til þess.

Fyr­ir Ísland er svo mik­il­vægt að tryggja að ís­lenskt tungu­mál sé jafn­gilt öðrum nor­ræn­um tungu­mál­um. Aðeins þannig get­ur hin rómaða nor­ræna sam­vinna verið á jafn­ingja­grund­velli. Margt fleira er svo und­ir í þess­ari end­ur­skoðun á því nor­ræna sam­starfi sem Hels­ink­i­samn­ing­ur­inn ramm­ar inn. Mark­miðið er sem fyrr öfl­ug Norður­lönd í öfl­ugri Evr­ópu.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 25. ágúst